Skip to main content
search
Fréttir

Stofnfundur Ungliðahreyfingar Samtakanna '78

By 17. ágúst, 2010No Comments

Fyrsti aðalfundur Ungliðahreyfingarinnar verður haldinn sunnudaginn 22. ágúst, kl 14.00 Hinu húsinu, 101 Reykjavík. Markmið fundarins er stofnun Ungliðahreyfingarinnar sem félags, setning laga félagsins og kjör nýrrar stjórnar þess.

Kosið verður í eftirfarandi embætti: Formaður, varaformaður, ritari og alþjóða- og samskiptafulltrúi. A.t.h. að formaður skal hafa náð 16 ára aldri. Formlega verður tekið við framboðum á aðalfundinum sjálfum. Framboðsfrestur rennur út hálftíma fyrir kosningar. Allir, hinsegin 20 ára og yngri sem mæta á aðalfundinn hafa framboðs- og kosningarrétt. Tillögur núverandi stjórnar um lög og ný hlutverk embætta verða birtar fyrir aðalfund. Fundurinn er opinn öllum þeim sem kynnu að hafa áhuga á honum.

 [ English version ]


Dagskrá fyrsta aðalfundar Ungliðahreyfingar Samtakanna‘78

1.      Ávarp stjórnenda Ungliðahreyfingar Samtakanna’78
2.      Kynning á tillögum að lögum.
3.      Kynning á embætum samkvæmt lögum
4.      Kynning á fundasköpum aðalfunda.

Formleg dagskrá aðalfundar hefst

1.      Skipan fundarstjóra og fundarritara (Ásta Og ?)
2.   Lögmæti aðalfundar staðfest (Fundastjóri)
3.   Skýrsla fyrrum stjórnanda. (Guðný)
4.   Fjárhagur Ungliðahreyfingar Samtakanna’78 kynntur.( Andri)
5.   Fjárhagsáætlun ársins lögð fram (Andri)
6.   Laga- og stefnuskrárbreytingar (Smári)

Hlé

7.   Kjör formanns, varaformanns, ritara og alþjóða og samskiptafulltrúa (Fundastjóri)
8.   Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga (fundastjóri)
9.   Önnur mál

 

 

Leave a Reply