Skip to main content
Fréttir

Stólað á Þorlák: Fjáröflun

By 16. desember, 2015No Comments

Stólarnir okkar eru 35 ára gamlir og að gefast upp á lífinu. Við viljum gjarnan kaupa nýja stóla sem notaðir verða fyrir opin hús, fræðslufundi, fyrirlestra, ráðgjöf og allt hitt sem við gerum hjá Samtökunum ´78 í þágu mannréttinda. Hjálpaðu okkur við að fjárfesta í nýjum, staflanlegum stólum með því að súpa á kakói, kaffi eða jólaglögg á opnu húsi að Suðurgötu 3 á Þorláksmessu frá kl. 15-22. Við erum steinsnar frá Ingólfstorgi!

POSI á staðnum

Jólaglögg, kakó eða kaffi með:
• þökkum: 500 kr.
• þúsund þökkum: 1000 kr.
• tvöþúsund þökkum: 2000 kr.
• eilífum þökkum: 5000 kr.

Hundruðir bóka úr bókasafni Samtakanna einnig til sölu. Barnabækur og leikföng í barnahorninu.

Ef fólk hefur áhuga á að troða upp með einhverjum hætti hafið þá samband við skrifstofa@samtokin78.is
Hlökkum til að sjá þig! 

Aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun 

Leave a Reply