Skip to main content
search
Fréttir

Strákaball á Batteríinu og stelpuball á Barböru um helgina

By 9. september, 2009No Comments

Hinsegin strákar og stelpur ætla að skipta liði næstkomandi laugardagskvöld 12. september. Stelpurnar ætla að skemmta sér á Barböru en strákarnir ætla að djamma á Batteríinu.

Stelpudjamm á Barböru laugardagskvöldið 12. september Barbara verður í miklu stuði næstkomandi laugardagskvöld 12. september og heldur stelpupartý í tilefni haustkomunnar. DJ Erla ætlar að baka tónlist að hætti hússins og Barbara verður í miklu stuði eins og alltaf. Sérkjör á barnum fyrir félaga í Samtökunum ´78 á völdum drykkjum (bjór, léttvíni, Breezer og Barböru Cocktail) frá opnun og fram til kl 2. Stelpur, allar að mæta og fagna haustinu á Barböru næstkomandi laugardagskvöld!

Strákapartý á Batteríinu laugardagskvöldið 12. september Það verður svakalegt fjör á Batteríinu (áður Organ) næstkomandi laugardagskvöld 12. september. Fjörið hefst kl. 23.00. Hinir heimsþekktu Dream Bears frá London ætla að troða upp en eftir að þeir komust í undanúrslit Britain´s got talent hafa þeir verið á ferð og flugi og skemmt hommum um allan heim. DJ Dramatík sér um tónlistina.
Frír kokkteill fyrir þá sem mæta snemma! Allir strákar á öllum aldri að mæta og fagna haustinu með stæl!

Leave a Reply