Skip to main content
search
Fréttir

Strákafélagið Styrmir spilar við þjóðþekkta

Fótboltafélagið Styrmir og Iceland Express kynna alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra á Íslandi um páskana 2009.  Á mótið hafa núna  skráð sig átta erlend lið og fjögur íslensk.  

Iceland Express Cup 2009

Þetta er í fyrsta sinn sem fótboltamót samkynhneigðra er haldið á Íslandi og verður því brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnu.  Um 80-100 leikmenn, dómarar og áhangendur koma frá Bretlandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og víðar.

 

Hefð er fyrir slíkum mótum erlendis og hefur fótboltafélagið Styrmir tekið þátt í mörgum slíkum á síðastliðnum þremur árum.  Styrmir lenti t.d.í öðru sæti á Pan-Cup mótinu sem haldið var í Danmörku s.l. sumar.  Þar réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Rannsóknir sýna að hómófóbía er afar algeng í íþróttum og á það sérstaklega við á meðal karlmanna.  Þessu til stuðnings má benda á að enginn opinber hommi er í íslensku úrvalsdeildinni.  Það sama er hægt að segja um ensku úrvalsdeildina en sá eini sem þar hefur komið úr felum svipti sig lífi skömmu síðar.  Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur lýst því yfir að það sé forgangsmál hjá sambandinu að vinna á hómófóbíu í knattspyrnuheiminum.  Allmargir samkynhneigðir hafa hrakist úr fótbolta á liðnum árum vegna kynhneigðar sinnar eða haldið henni leyndri.  Það má því með réttu segja að hér sé um mikilvægt réttindamál að ræða.

Þjóðkunnir spila við hommana

 

Til að byggja upp spennu fyrir Iceland Express Cup mun Fótboltafélagið Stymir spila leik við fótboltalið valinkunns fólks úr þjóðlífinu.  Leikurinn verður spilaður í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi, sunnudaginn 8. mars kl. 14:00.  Allir eru velkomnir á þessa skemmtun, aðgangur ókeypis!

Lið þjóðkunnra skipa:
Bjarni Benediktsson, Guðlaug Jónsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Logi Bergmann, Kristrún Heimisdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Jói & Atli Þór, Halla Gunnarsdóttir, Gunnar Hansson, Helena Ólafsdóttir, Guðmundur Torfason, Einar Skúlason, Matthías Imsland, Þóra Arnórsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Palli, Jón Ólafsson, Hrannar Björn Arnarsson, Birkir Kristinsson, Guðlaugur Þór og fleiri.

Liðsstjórinn Halla Gunnarsdóttir mun hita upp og reyna að leiða lið þeirra þjóðþekktu til sigurs en það er spurning hvort hommarnir verði erfiðir í horn að taka!

Fótboltafélagið Styrmir:          www.ststyrmir.is

Iceland Express Cup:             www.ststyrmir.is/icex09

Nánari upplýsingar veita:

Jón Þór Þorleifsson, stjórnarmaður Styrmis, s. 896 1988

Lárus Knútsson, liðsmaður Styrmis, s. 891 7015

Fréttatilkynning Efni: – Þjóðkunnir (celebs) spila fótbolta við hommana sunnudaginn 8. mars! – Fyrsta alþjóðlega knattspyrnumót samkynhneigðra er haldið á Íslandi um páskana! – Hómófóbía meðal íþróttamanna

Leave a Reply