Skip to main content
search
Fréttir

Strákarnir okkar: – Stuðningsmenn hommaliðsins vantar

By 31. ágúst, 2004No Comments

Tilkynningar Miðvikudaginn 1. september fara fram tökur á leik Hommaliðsins gegn KR í kvikmyndinni ?Strákarnir okkar?. Ekki skortir KR aðdáendur en hins vegar vantar öfluga stuðningsmenn Hommaliðsins, um það bil 30 manns.

Tökur munu standa frá klukkan 17:00-20:00 og boðið upp á mat, góðan félagsskap og mikið fjör. Allir eru velkomnir. Gott væri ef þeir sem hafa áhuga á að vera með staðfestu þátttöku sína á tölvupóstfanginu: gudrunar@hi.is

Leave a Reply