Skip to main content
search
Fréttir

STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP STYRKIR FRÆÐSLUSTARF SAMTAKANNA ´78

By 6. febrúar, 2007No Comments

Mánudaginn, 5.febrúar kl.16:00, var 43 aðilum úthlutað 56,5 milljónum króna úr Styrktarsjóði Baugs Group. Samtökin ’78 hlutu að þessu sinni 1.000.000 kr. styrk til fræðslustarfs félagsins sem miðar að því að efla fræðslu um samkynhneigð og vinna gegn fordómum.

Mánudaginn, 5.febrúar kl.16:00, var 43 aðilum úthlutað 56,5 milljónum króna úr Styrktarsjóði Baugs Group. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutun fór fram úr sjóðnum sem stjórn Baugs Group hf stofnaði þann 10. júní 2005 með 300 milljón króna stofnframlagi.

Styrktarsjóði Baugs Group hf. er ætlað það hlutverk að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalífs. Framlög úr sjóðnum eru veitt í júní og í desember ár hvert og er auglýst eftir umsóknum nokkru áður en styrkúthlutun fer fram. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en auk hans sitja Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir í stjórn sjóðsins.

Athöfnin fór fram kl.16:00 mánudaginn 5.febrúar í Iðusölum við Lækjargötu. Jóhannes Jónsson og Ingibjörg Pálmadóttir afhentu styrkina fyrir hönd sjóðsins en auk þess er vert að geta þess að styrkþegarnir Voces Thules stigu á stokk og fluttu tónlist og Elísabet Jökulsdóttir las upp ljóð.

Samtökin ’78  hlutu að þessu sinni 1.000.000 kr. styrk til fræðslustarfs félagsins sem miðar að því að efla fræðslu um samkynhneigð og vinna gegn fordómum.

 

Leave a Reply