Skip to main content
Fréttir

Til styrktar Hinsegin dögum 2001 – DISKÓBALL Á SPOT-LIGHT

By 4. október, 2001No Comments

Tilkynningar

SATURDAY NIGHT FEVER

Hið langþráða og bráðnauðsynlega

DISKÓBALL Á SPOT-LIGHT

verður haldið nú á laugardaginn, 6. október kl. 23 og fram eftir nóttu

Páll Óskar er DJ kvöldsins og þeytir ekta diskóskífum í anda áttunda og níunda áratugs liðinnar aldar.

Fordrykkur innifalinn í miðaverði

Stelpurnar sem áttu eitt glæsilegasta atriðið í Gay Pride göngunni sýna LÍNUDANSINN sem þær dönsuðu niður Laugaveg í sumar.

Frábær skemmtun fyrir eldri borgara Kjörið tækifæri fyrir lömbin í hópnum til að kynnast menningararfi sínum og sögu.

AÐGANGSEYRIR 1000 KRÓNUR

Hagnaður af miðasölu rennur til styrktar Hinsegin dögum 2001 í Reykjavík sem ennþá er að borga skuldir sínar.

Heit nótt – á heitu októberkvöldi – fyrir heita homma og heitar lesbíur.

Vinir og vandamenn velkomnir!

Leave a Reply