Skip to main content
search
Fréttir

Til styrktar Hinsegin dögum 2001 – Moulin Rouge

By 10. september, 2001No Comments

Tilkynningar

Moulin Rouge

Kvikmyndin Moulin Rouge fer núna sigurför um heiminn og verður frumsýnd á Íslandi í október. Hér er um að ræða einstæða dans- og söngvamynd, ólíka öllum öðrum í þeim flokki. Hún gerist í Rauðu myllunni í París og fjallar eins og allar góðar myndir þessa heims um ástir og örlög. Tónlistin er í sérflokki, hér eru lög sem allir þekkja notuð á hárréttum augnablikum til þess að undirstrika andrúmsloftið. Nicole Kidman og Ewan McGregor eru í aðalhlutverki en leikstjóri er Baz Luhrmann sem stjórnaði Romeo & Juliet og Strictly Ballroom.

En við þurfum ekki að bíða svo lengi, heldur fá allir sem eru nógu fljótir til að lesa þetta tækifæri til að komast í hóp þeirra fyrstu sem sjá hana hér á landi – núna á miðvikudag, 19. september. Kvikmyndahúsið Regnboginn styrkir Hinsegin daga í Reykjavík og allur ágóði af sýningunni rennur til Hinsegin daga 2001 sem enn vantar nokkurt fé til að greiða skuldir hátíðarinnar í sumar.

DivaLicious – sem slógu í gegn á Gay Pride hátíðinni á Ingólfstorgi í sumar, hita upp fyrir sýninguna í nokkurra mínútna sterkri sveiflu.

Miðaverð 1000 kr.

Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða á skrifstofu Samtakanna ´78, milli kl. 14-16, eða hjá Dagnýju (690 3613), Kollu (823 1699) og Ragnari (863 8793).

Tími: Miðvikudagur 19. september kl. 20
Staður: Regnboginn, Hverfisgötu
Miðasala: Stendur yfir hjá Samtökunum ´78.

Sjá einnig: www.kvikmyndir.is og www.bazmark.com

Leave a Reply