Skip to main content
search
Fréttir

Sumargleði og vetrarkveðja

By 17. apríl, 2012No Comments

Í tilefni þess að veturinn kveður okkur og sumarið tekur loks við verður blásið til sumargleði miðvikudaginn 18. apríl í Samtökunum ’78.

Húsið opnar kl. 18:00 og gleðin verður við völd fram á rauða nótt! Kvöldið fer rólega af stað fyrir þá sem vilja koma og njóta góðs félagsskapar yfir kaffibolla og svo hækkum við í tónlistinni þegar líða tekur á kvöldið og sjáum til þess að allir skemmti sér inn í sumarið.

Vegna þessa fellur videokvöld niður og frestast dagskrá þess um eina viku. Um leið viljum við vekja athygli á því að frá og með næstu mánaðamótum færast videokvöldin yfir á þriðjudaga og verða eftir það alla þriðjudaga.

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi!

Leave a Reply