Skip to main content
search
Fréttir

Sumartónleikar Hinsegin kórsins!

By 2. júlí, 2012No Comments

Góðir hálsar!
Þá er komið að langþráðum sumartónleikum Hinsegin kórsins.
Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 4. júlí og hefjast kl. 18:30.

Á efnisskránni eru fjölbreytt lög frá Fróni og Færeyjum og munu klassískir kórtónar og draumlyndar dægurflugur hefja sig til flugs úr Tjarnarsalnum og etja kappi við fiðraða og fitjum búna íbúa tjarnarinnar. Ef stuðið magnast má telja næsta víst að kórinn telji í svo sem einn poppaðan smell vestan úr heimi – svona í tilefni dagsins.

Aðgangur er ókeypis en kórinn tekur hins vegar glaður á móti frjálsum fjárframlögum á staðnum og munu þau renna í sjóð til að standa straum af ferðalagi hans til Færeyja í lok júlí, þar sem kórinn mun meðal annars troða upp á Hinsegin dögum í Tórshavn. Einnig má leggja framlög beint inn á bankareikning kórsins: 513-14-403930, kt. 660911-0650.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Hinsegin kórinn

Leave a Reply