Skip to main content
Fréttir

Sund hjá Styrmi

By 5. september, 2010No Comments
Sælir kæru vinir.
 
Nú erum við að setja vélarnar í gang fyrir veturinn og okkur í sunddeildinni langar að setja í fyrst gír strax.
 
Við erum búin að koma okkur að á sundknattleiksæfingu hjá Ægi (var áður Sundknattleiksfélag Reykjavíkur).
 
Æfingin mun fara fram miðvikudaginn 8. september kl 20:00-21:30 í innilaug Laugardalslaugarinnar.
 
Þetta er kjörið tækifæri fyrir okkur öll að koma saman að kynnast þessari frábæru íþrótt og brenna svona u.þ.b. sexhundruðþúsund kaloríum. Að sjálfsögðu er ÖLLUM velkomið að mæta. Komið með vini og vandamenn og alla sem finnst gaman að leika sér.
 
Það þarf aðeins að borga sig ofan í laugina – æfingin er frí.
 
Þeir sem vilja vera memm skrá sig á netfanginu bjarnisnae@gmail.com. Skráning er til hádegis miðvikudagsins 8. sept.
 
Fjölmennum og gleðjumst

Leave a Reply