Skip to main content
search
Fréttir

Blak hjá styrmi

By 30. ágúst, 2010No Comments

Eftir frábært samstarf með KMK stúlkum síðasta vetur og í sumar var ákveðið að halda áfram sameiginlegum æfingum í vetur. Æfingarnar verða tvisvar í viku í Ölduselsskóla á sama stað og KMK æfði síðasta vetur. Fyrsta æfingin verður miðvikudaginn 1. september kl 19:00 og næsta verður mánudaginn 6. september kl. 18:00 (að öllum líkindum, látum vita ef mánudagstíminn breytist). Svo að planið er að æfingar verði á mánudögum kl 18 og miðvikudögum kl 19, vúhú!

Veðurspáin fyrir morgundaginn (mánud 30. ágúst) er ekkert allt of góð svo að við segjum bless í bili við strandblak og grasblak. Þetta sumar hefur reynst okkur mjög vel í útiblak og ég vil þakka öllum blökurum kærlega fyrir svaka skemmtilegt blaksumar 😉 vonum að það næsta verði enn betra!

Fjölmennum á miðvikudaginn kl 19 í Ölduselsskóla, það verður gaman að koma aftur inn á parket og renna á hnéhlífunum 😉 síðan þarf ég að sýna ykkur eitt og annað um smass á þessari æfingu svo þetta verður mikilvæg æfing!

Leave a Reply