Skip to main content
search
Fréttir

Synt með Styrmi

By 28. september, 2010No Comments
Góðan daginn allir áhugasamir sundmenn og -konur! 
 
Nú er stefnan sett á þriðja starfsárið og er mikill hugur í okkur fyrir veturinn því við viljum alltaf bæta við okkur nýju sundfólki – hvort sem vönu sundfólki eða byrjendum – ALLIR ERU VELKOMNIR!
Þess vegna blásum við til nýliða- og skipulagsfundar sunddeildar Styrmis MIÐVIKUDAGINN 29. SEPTEMBER KL. 19:00 á TRÚNÓ Laugavegi 22. Staðurinn er enn ekki opinn, en staðahaldarar ætla að hleypa okkur inn til að halda fundinn. Þar munu Styrmiskonur og -menn taka vel á móti öllum nýjum andlitum því alltaf viljum við bæta gleðinnar fólki við hópinn okkar!

 
Efni fundarins verður:
– Skipulag æfinga í vetur
– fjáröflun
– sundknattleiksæfingar með Ægi
– Alþjóðlega IGLA sundmótið 2012 sem Styrmir heldur
– önnur mál.
 
ALLIR VELKOMNIR!
Kveðja
 
Sunddeild Styrmis

Leave a Reply