Skip to main content
search
Fréttir

ÞÁTTTAKENDUR ÓSKAST!

By 11. júní, 2007No Comments

Þátttakendur óskast!

Ég heiti Karólína og er að skrifa mastersritgerð, sem ég stefni á að klára í ágúst, um barneignir íslenskra lesbía. Það hefur gengið ansi erfiðlega að finna þátttakendur fyrir viðtöl og þess vegna leita ég til ykkar. Ég tel það vera afar nauðsynlegt að styrkja rannsóknir um málefni samkynhneigðra og þess vegna finnst mér það vera ansi leiðinlegt hvað það gengur erfiðlega að fá þátttakendur til viðtals. Ég er að leita að íslenskum lesbíum sem eiga börn, eða eru í barneignarhugleiðingum, og börnum þeirra. Viðtölin taka ca hálftíma til 40 mín og mín vegna þá mega þau fara fram á heimilum viðkomandi. Ég vil gjarnan fá leyfi til að taka þau upp en fyllstu nafnleyndar er lofað. Ég er búsett í Danmörku en kem heim í júlí og hef eftirfarandi dagssetningar til umráða: þann 1. juli, 2. juli, 9. juli og 10. juli.

Ég vona innilega að þetta neyðarkall mitt eigi eftir að skila árangri.

Karolina
karolih@hi.is
0045 35122431

Leave a Reply