Skip to main content

Um ráðgjöfina

Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf til hinsegin fólks, aðstandenda hinsegin fólks og fagfólks. Fullur trúnaður gildir um ráðgjöfina

Bóka ráðgjöf

Allir ráðgjafar Samtakanna hafa víðtæka þekkingu á hinsegin málum

Ráðgjöf Samtakanna ’78 er fyrst og fremst hugsuð fyrir hinsegin fólk, aðstandendur hinsegin fólks og einnig til þeirra sem eru ekki viss um hinseginleika. Markmiðið að styðja einstaklinginn, veita aðstoð og vera til staðar. Þú ert aldrei ein, einn eða eitt.

Bóka ráðgjöfRáðgjafar

Umsagnir þeirra sem leitað hafa til okkar

Án þess að vera fulldramatísk þá væri ég ekki hér í dag nema fyrir ráðgjöf Samtakanna. Ég án gríns gat verið ég sjálf án þess að einhver dæmdi mig, ég fann fyrir trausti og loksins gat ég talað

Fyrir tveimur árum uppgötvaði barnið mitt að hann væri trans strákur. Við lásum okkur til en það var ekki fyrr en eftir viðtöl hjá Ráðgjafaþjónustunni hjá 78 sem við fengum almennilega heildarsýn. Síðan hafa ýmsir hlutir komið upp á og þegar erfitt var að fá stuðning fyrir svona sértæka stöðu gátum við alltaf leitað til Samtakanna og það er ótrúlega dýrmætt.

Að koma inn til Samtakanna 78 gaf mér svo mikið. Þarna átti ég heima og fann eins og ég væri eitthvað. Þjónustan var opin, miðuð að mér og bara yndisleg.

Starfsfólk skóla og fagfólk

Ráðgjöfin er einnig fyrir fagfólk og starfsfólk skóla til dæmis. Ráðgjöfin getur farið fram bæði í gegnum síma og í eigin persónu og er fyrir einstaklinga, fólk í samböndum og fjölskyldur. Hægt er að hafa samband við ráðgjafa símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Ráðgjafarnir hitta skjólstæðinga sína í ráðgjafaherbergi í húsnæði Samtakanna ’78

1622

Ráðgjafatímar árið 2023

38

Stuðningshópar á árinu 2023

624

Skjólstæðingar á árinu 2023

Spurt & Svarað

Þarf ég að vera komin/nn/ð út til að koma í ráðgjöf?

Það er alls engin nauðsyn. Fólk er eins og það er og er velkomið í ráðgjöf.

Hver vita að ég hafi komið í ráðgjöf?

Þú og ráðgjafi vissulega, starfsfólk skrifstofunnar sem tekur á móti ráðgjafabókun þinni og svo það starfsfólk sem er statt á skrifstofunni þegar þú átt tíma. Engar áhyggjur þó, allt starfsfólk okkar og sjálfboðaliðar hafa skrifað undir þagnareið.

Má koma með einhvern með sér?

Að sjálfsögðu, ef þú vilt og treystir einhverjum til að koma með þá er það velkomið. Gott er að láta ráðgjafa vita áður en tími hefst ef einhver kemur með þér.

Hvað kostar ráðgjöfin?

Það kostar ekkert að koma í ráðgjöf fyrstu þrjá til fimm tímana. Ef þú vilt halda áfram að koma til ráðgjafa eftir þrjá til fimm ráðgjafatíma þá er best að ræða það við þinn ráðgjafa og semja um greiðslu.

Hvað má ég tala um við ráðgjafa?

Hvað sem er og allt sem þú treystir þér til að tala um.