Skip to main content
FréttirTilkynning

Þjónustusamningar við Grindavík og Snæfellsbæ

By 8. apríl, 2021júní 7th, 2021No Comments

Samtökin ‘78 hafa í vor gert þjónustusamninga við tvö ný sveitarfélög, Grindavík og Snæfellsbæ. Með samningunum er búið til nýtt þjónustufyrirkomulag Samtakanna sem felur í sér víðtækari fræðslu en fyrri samningar hafa gert. Í nýjum samningum er kveðið á um að nemendur fái fræðslu í 3., 6. og 9. bekk. Samningarnir fela einnig í sér viðamikla fræðslu til starfsfólks. Kennarafræðsla mun fara fram þrisvar sinnum yfir skólaárið, tvær klukkustundir í senn. Auk þess munu árlega hljóta tveggja klst. fræðslu starfsfólk leikskóla, félags- og frístundamiðstöðva og allt starfsfólk sveitarfélaganna í stjórnunarstöðum. Þetta sýnir metnað sveitarfélaganna til að gera vel í hinsegin málum og hlökkum við mikið til samstarfsins.