Skip to main content
search
FréttirTilkynning

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ráðin verkefnastjóri

By 5. apríl, 2023No Comments

Samtökin ‘78 hafa ráðið til sín Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem verkefnastjóra tímabundins árs verkefnis til þess að bregðast við bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er fædd árið 1990. Hún er málfræðingur og kennari, með BA í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands og MA í málvísindum frá Leiden University í Hollandi, en sérsvið hennar er málfræðilegt kyn. Undanfarin þrjú ár hefur hún starfað sem íslenskukennari á unglingastigi í Víðistaðaskóla og lauk samhliða því viðbótardiplómu til kennsluréttinda frá HÍ.

Þorbjörg hefur áralanga reynslu af félagsstörfum, en hún sat m.a. í stjórn Samtakanna ‘78 árin 2018-2022, þar af þrjú ár sem formaður félagsins. Hún hefur verið bæjarfulltrúi í Garðabæ frá árinu 2022.