Skip to main content
search
Fréttir

Til hamingju Styrmir!

By 14. apríl, 2011No Comments

Íþróttafélagið Styrmir hefur verið tilnefnt vegna góðra verka til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokkinum „Til atlögu gegn fordómum“.  Umfjöllun um málið má lesa í Fréttablaðinu í dag á bls.  14.  Þrír einstaklingar eða félagasamtök koma til greina í hverjum flokki.  Síðar í dag kemur í ljós hver hlýtur verðlaunin.

 

Í umfjöllun Fréttablaðsins segir:

Einkunnarorð Íþróttafélagsins Styrmis eru fyrirmyndir ekki staðalímyndir. Uppruna félagsins má rekja til þess að nokkum hommum var safnað saman til að spila fótbolta á Klambratúni fyrir tæpum fimm árum. Óhætt er að segja að boltinn hafi rúllað síðan og og nú skipta meðlimir Styrmis tugum og æfðar eru þrjár greinar undir merkjum félagsins: fótbolti, sund og blak. Markmið Styrmis er að ná góðum árangri í keppni en um leið að setja þátttöku ofar sigri.“

 

Félagsstarfið er auðvitað okkur sjálfum mikilvægt en ánægjulegt er að sjá að áhrifa þess gætir einnig út á við.  Það hvetur aðra í samfélaginu til dáða og vekur athygli sem kraftmikið starf.  Teljum við mikilvægan þátt í atlögu gegn fordómum að allir taki þátt í íþróttum óháð kynhneigð á fordómalausum grunni.  Gagnkynhneigðir vinir hafa í gegnum árin gengið til liðs við Styrmi og er það ánægjuleg þróun.

Leave a Reply