Skip to main content
Fréttir

Tillaga um lagabreytingu á lögum Samtakanna 78 – Félagi hinsegin fólks á Íslandi

By 10. mars, 2014No Comments

Lagt er til að gerð verði breyting á mgr. 4.1 í lögum félagsins svo hún verði svohljóðandi:

4.1. Félagar kjósa árlega 7 manna stjórn á aðalfundi til að gegna embættum formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera, alþjóðafulltrúa og tveggja meðstjórnenda.

-Auk þess verði gerðar breytingar á eftirfarandi þremur málsgreinum til samræmis við fyrrgreinda breytingu, svo þær verði svohljóðandi:

4.3. Formaður er oddviti stjórnar og stýrir fundum hennar. Í samráði við stjórn ber hann ábyrgð á að starfsemi félagsins fari samkvæmt lögum. Varaformaður sinnir forystustörfum með formanni og gegnir störfum formanns í forföllum hans. Ritari sér um ritun fundargerða á stjórnarfundum. Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjárreiðum félagsins. Alþjóðafulltrúi hefur umsjón með alþjóðasamskiptum félagsins. Meðstjórnendur sinna öðrum verkum sem stjórn ákveður. Stjórn skal á fyrsta fundi sínum setja sér skriflegar verklagsreglur til að vinna eftir.

3.4. Kosningar fara fram í þrennu lagi í þessari röð: 1) embætti formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og alþjóðafulltrúa; 2) embætti meðstjórnenda; 3) sæti í trúnaðarráði. Nú nær frambjóðandi ekki kjöri í tilsett embætti og tekur hann þá þátt í kjöri skv. varaframboði hans. Ekki er hægt að sitja nema í einu kjörnu embætti í einu.

3.5. Dagskrá aðalfundar er:

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og alþjóðafulltrúa.
8. Kjör tveggja meðstjórnenda
9. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
11. Önnur mál

GREINARGERÐ
Samtökin ´78 hafa um nokkurra ára skeið orðið smám saman virkari í alþjóðasamstarfi hinsegin fólks. Vilji til þessa hefur endurspeglast í störfum núverandi stjórnar sem og fyrri stjórna að ógleymdum niðurstöðum SAMTAKAMÁTTARINS – þjóðfundar hinsegin fólks sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í júní 2013. Um nokkurn tíma hefur það fyrirkomulag verið við lýði að stjórn hefur falið tilteknum einstaklingi að sjá um mikið af alþjóðasamskiptum, þ.e. vera tengiliður við ILGA Europe o.fl. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag að mörgu leyti en til að tryggja til frambúðar að alþjóðasamskiptum verði sinnt, fer betur á að alþjóðafulltrúi sé fast embætti í stjórn. Með því verður einnig hægt að tryggja betra upplýsingaflæði milli alþjóðafulltrúa og stjórnar, sem er mikilvægt þar sem mörg þeirra stóru mála sem stjórn vinnur að hafa mikla alþjóðavinkla.

Leave a Reply