Skip to main content
Fréttir

Tilnefningar til Mannréttindaviðurkenningar Samtakanna ´78

By 13. júní, 2013No Comments

Á hverju sumri veita Samtökin ´78 mannréttindaverðlaun sín. Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 er viðleitni félagsins til að þakka fyrir framlag í þágu jafnréttis og mannréttinda og eru veitt einum einstakling fyrir starf sitt innan Samtakanna 78, einstakling utan Samtakanna 78 og stofnun, opinberum aðila eða fyrirtæki.
Samtökin ´78 óska nú eftir tilnefningum verlaunahafa frá félögum sínum. Með hverri tilnefningu skal fylgja 100-150 orða greinargerð með rökstuðningi fyrir henni. Móttaka og yfirferð tilnefninga er í höndum undirbúningsnefndar, en í henni sitja Guðrún Ögmundsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson og Árni Grétar Jóhannsson. Allar tilnefningar sendist á netfangið skrifstofa@samtokin78.isfyrir miðnætti sunnudagsins 23. júní næstkomandi. Viðurkenningahafar eru valdir af stjórn og trúnaðarráði Samtakanna ’78 með leynilegri kosningu.

Viðurkenningin verður afhent á Hinsegin dögum.

Fyrri handhafar eru:
Óttarr Guðmundsson
MBL-Sjónvarp
Anna Kristjánsdóttir
Páll Óskar Hjálmtýsson
Alnæmissamtökin/HIV Ísland
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Guðrún Ögmundsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir
Reykjavíkurborg
Böðvar Björnsson
Sr. Bjarni Karlsson
Siðmennt
Heimir Már Pétursson
Birna Þórðardóttir
Fríkirkjan
Þorvaldur Kristinsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Hópur presta, djákna og guðfræðinga

Frelsisverðlaun Samtakanna ´78; veitt 1995:
Hörður Torfason
Guðni Baldursson

Leave a Reply