Skip to main content
Fréttir

Tónleikar í Regnbogasal 16. júlí

By 13. júlí, 2009No Comments

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Thomaz Ransmyr heldur tónleika í Regnbogasal Samtakanna ’78 fimmtudagskvöldið 16. júlí n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Thomaz Ransmyr er sænskur að uppruna en hefur starfað undanfarin ár í Hollandi. Hann hefur verið viðriðin tónlist frá 1991 og komið víða við á ferli sínum. Hann gaf út plötuna “If I Ever Die” árið 2006 en á henni syngur hann um dauðann frá ýmsum hliðum. 

Thomas ætlar að heiðra Íslendinga með nærveru sinni og eru allir hvattir til að kíkja við í Samtökin ’78 og hlíða á Thomaz. Aðgangur er ókeypis. Frekari upplýsingar um Thomaz er að finna á www.youtube.com/ransmyr og www.ransmyr.com

Leave a Reply