Skip to main content
search
Fréttir

Trans- ungmennakvöld

By 4. október, 2010No Comments

Þann 16. október næstkomandi verður haldið trans-ungmennakvöld í regnbogasal Samtakanna ´78 á laugarvegi 3, 4 hæð. Atburðurinn er unninn í samstarfi við Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin ´78, Ungliðahreyfingu samtakanna ´78 (U78) og Norðulandahóp Samtakanna ´78. Atburðurinn er ætlaður ungu transfólki alveg upp í 30 ára aldur og eru allir þeir sem eru transgender, telja sig vera transgender, eru að stíga fyrstu skrefin, eru ekki komin út enn sem trans, eru í hugleiðingum, eða bara öllum þeim sem telja sig á einhverju stigi flokkast sem transgender.
Áætluð dagskrá byrjar kl. 19:00 og lýkur um 23:00. Markmiðið með fundinum er að ungt transfólk geti komið og kynnst hver öðru, hlustað á sögur annarra og fengið ráðgjöf frá reyndum einstaklingum eða bara einfaldlega til þess að spjalla. Öll félögin verða með fulltrúa frá sínu félagi og kynningu á sínu starfi og hvernig það tengist transgender málefnum á Íslandi.

Mikilvægt er að hafa í huga að á fundinum ríkir 100% trúnaður og allt sem fer fram á honum er algjört trúnaðarmál. Myndartökur verða þar af leiðandi ekki leyfðar.

Boðið verður upp á snakk og gos fyrir þá sem vilja. Vonumst til að sjá sem flesta!

Leave a Reply