Skip to main content
FréttirTilkynningViðburður

Truflandi tilvist – ráðstefna og hátíð

By 11. janúar, 2017nóvember 16th, 2021No Comments

Hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt? Hvernig geta þessir hópar unnið saman og lært hvor af öðrum?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á ráðstefnunni Truflandi tilvist þann 3. og 4. mars næstkomandi.

Aðalfyrirlesari er Lydia XZ Brown, Autistic Hoya. Hán er bandarískur aktívisti og laganemi af asískum uppruna, einhverft, fatlað, eikynhneigt og kynsegin. Hán hefur verið virkt í mannréttindabaráttu vestanhafs um árabil og hvetjum við sem flest áhugafólk um mannréttindi til að láta fyrirlestur háns ekki fram hjá sér fara. Þrátt fyrir ungan aldur er Lydia eftirsóttur fyrirlesari og þekkt fyrir afdráttarlausa og ferska sýn á mannréttindabaráttu jaðarsettra hópa.

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna.

 

 

Föstudagurinn 3. mars í Norræna húsinu:
Fyrirlestur Lydiu XZ Brown verður haldinn föstudaginn kl. 10 og að honum loknum verða pallborðsumræður og örfyrirlestrar með fólki úr íslensku grasrótarstarfi. Þessi hluti ráðstefnunnar er öllum opinn og bjóðum við fagfólk og fólk úr stjórnsýslunni sem vinnur að mannréttindamálum sérstaklega velkomið.

Drög að dagskrá:

10.00-11.30 Fyrirlestur Lydiu Brown

11.30-12.00 Spurningar og umræður

12.00-13.15 Hádegishlé

13.15-16.00 Truflandi líkamar: pallborð, örfyrirlestrar og umræða með íslenskum mannréttindaaktívistum úr mörgum áttum.

16.00-17.00: Hamingjustund á Stúdentakjallaranum

Laugardagurinn 4. Mars í Tin Can Factory, Borgartúni 1:

Þennan dag heldur Lydia vinnustofur og tækifæri gefst til að vinna að kröfuskjali til íslenskra stjórnvalda. Þessi hluti ráðstefnunnar er eingöngu ætlaður fólki sem tilheyrir jaðarsettum eða valdaminni hópum, t.d. fötluðu fólki, hinsegin fólki, konum, feitu fólki, fólki af erlendum uppruna, og aktívistum sem starfa með félagasamtökum sem vinna að mannréttindamálum. Gott tækifæri til að stækka tengslanet sitt og vinna að samstöðu jaðarsettra hópa.

Drög að dagskrá:

13.00-13.15 Samhristingur
13.15-16.00 Vinnustofa með Lydiu Brown
16.00-16.30 Hlé
16.30-18.00 Vinnustofur: Aktívistar deila ráðum og reynslu. Kröfuskjalsgerð
18.00-18.30 Þátttökutónlistaratriði

18.30-20.00 Vegan kvöldverður

20.00-23.00 Tengslamyndun og teiti.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu Samtakanna ’78, Trans Íslands og Tabú. Hún er styrkt af Velferðarráðuneytinu.

Leave a Reply