Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

Trúnaðarráðsfundur 29. mars 2012

By 12. apríl, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir:

Ásta Ósk Hlöðversdóttir

Hafþór Loki Theódórsson

Gunnar Helgi Guðjónsson

Natan Kolbeinsson

Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir

Björn Magnús Stefánsson

Guðrún Rögnvaldsdóttir

Hagsmunafélagafulltrúar:

Gísli Ólason Kærnested (Hinsegin kórinn)

Fundur settur 18.20

Kosningar um embætti

 • Kosið var um embætti formanns, varaformanns, áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa. Ekki var komist að niðurstöðu um formann, en varaformaður er Natan, áheyrnarfulltrúi er Hafþór Loki, og varaáheyrnarfulltrúi er Sigurlaug.

Starfsreglur

 • Rætt var um starfreglur ráðsins og nokkrar hugmyndir skrifaðar niður. Það var ákveðið að hafa plaggið frekar lifandi og opið þar sem hlutverk trúnaðarráðsins er ekki ennþá neglt niður og því erfitt að meta fyrirfram hvernig starfinu verður háttað.
 • Í lok ársins verður sett saman endanlegri skýrslu um starfsreglur sem hægt verður að nýta til að móta starf næsta árs.

Hugmyndir að starfi fyrir árið

 • Ákveðið var að halda nokkra viðburði yfir árið sem miðaðir eru við að auka fræðslu um eftirfarandi málefni:
 1. Transfólk
 • Frumvarp var lagt fyrir velferðarráðherra til að bæta lagalegan rétt transfólks á Íslandi. Samtökin þurfa að beita sér fyrir því að styðja þetta frumvarp og auka fræðslu um málefni transfólks á Íslandi.
 1. Stefnumótun samtakanna
 • Samtökin hafa áður unnið í stefnumótun félagsins en sú vinna hefur staðið í stað í nokkurn tíma. Trúnaðarráðið vill hefja þá vinnu á ný og klára verkefnið.
 1. Ættleiðingar og staðgöngumæðrun
 • Barneignir hinsegin fólks eru flókið málefni, en þótt ættleiðingar séu í raun löglegar, þá er framboð lítið sem ekkert og ástæða til að halda þeirri umræðu gangandi.

Næsti fundur

 • Næsti fundur trúnaðarráðs verður haldinn laugardaginn 5. maí. Hann verður haldinn í regnbogasal Samtakanna 78 klukkan 10-16..
 • Tilgangur fundarins verður að kynna málefni sem trúnaðarráðið vill taka fyrir. Þá gefst meðlimum tækifæri til að ganga í nefndir sem vinna munu að þessum málefnum á starfsárinu.
 1. Hafþór mun kynna málefni transfólks fyrir ráðinu.
 2. Gunnar Helgi mun kynna umræðuna um staðgöngumæðrun og ættleiðingar.
 3. Ásta Ósk mun kynna stefnumótunarvinnu Samtakanna og einnig reyna að fá Hilmar Magnússon á fundinn til að ræða vinnuna, en hann var virkur í því starfi á sínum tíma.
 4. Sigurlaug mun kynna heilsumál hinsegin fólks.
 5. Gísli mun kynna málefni eldra hinsegin fólks á Íslandi.
 • Á fundinum verður einnig mynduð skemmtinefnd.

Fundi var slitið kl. 19.50.

Leave a Reply