Skip to main content
search
Fréttir

Tvöfaldur fögnuður

By 22. júní, 2012No Comments

Kæru vinir!

Sumarið er gengið í garð með öllum sínum  gleðidögum og nú er svo sannarlega tilefni til að gleðjast. 

Þann 27. júní 2012 höldum við að venju upp á Stonewall-daginn, tímamót í réttindabaráttu hinsegin fólks í heiminum. Að þessu sinni höfum við tvöfalda ástæðu til að gleðjast, því heildarlög um málefni Trans-fólks á Íslandi taka gildi þennan dag. Eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu réttarkerfisins á Trans-málefnum er sigurinn loks í höfn. Við ætlum ekki að láta okkur duga að fagna bara einu sinni, heldur tvisvar!

Á Stonewall-deginum sjálfum, 27. júní 2012, verður opið hús í Samtökunum ´78 frá því kl: 17:00 og eitthvað fram á kvöld. Stefnan er að eiga saman huggulega stund í góðra vina hópi, vöfflur og kaffi í boði, góðir gestir kíkja í heimsókn og gleðin verður við völd.

Fimmtudaginn viku síðar, 5. júlí 2012, ætlum við að þekkjast boð borgarstjórans í Reykjavík og fagna lagasetningunni með dásamlegu kokteilboði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Húllumhæið hefst kl:16 og stendur til 17:30. 

Látum þessar gleðisamkomur ekki framhjá okkur fara og fögnum saman þessum frábæra áfanga.

Sjáumst í Regnbogasalnum og Ráðhúsinu með hamingju í hjarta.

 

 

Leave a Reply