Skip to main content
search
Fréttir

Umsögn Samtakanna '78 um framtíðarskipan lögreglunáms

By 10. desember, 2014No Comments

Innanríkisráðuneytið óskaði á dögunum eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi.

Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir þriggja ára námi á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun að stórum hluta útvistað til menntakerfis og að skólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu. Samtökin ’78 sendu inn eftirfarandi umsögn:

Samtökin ´78 fagna háleitum markmiðum í menntun lögregluþjóna á Íslandi en vilja um leið minna á og árétta mikilvægi þess að almenn mannréttindafræðsla og hinsegin fræði fái veigamikinn sess í hinu nýja námi.

Viðbrögð og úrvinnsla hatursglæpa vegur þar þungt en ekki síður þekking á réttri orðanotkun og skilningur á jaðarhópum hinsegin samfélagsins á Íslandi. Sem dæmi má nefna trans fólk en sá hópur er einkar útsettur fyrir fordómum og ofbeldi.

Hjá Samtökunum ´78 starfar fjölbreytt teymi fagfólks sem hefur mikla reynslu af því að taka á móti einstaklingum í ráðgjöf sem og að miðla og fræða í menntastofnunum sem og í atvinnulífinu. Vilja Samtökin ´78 koma á framfæri áhuga á samstarfi er kemur að því að móta og miðla hinsegin fræðslu til lögregluþjóna framtíðarinnar.

Leave a Reply