Skip to main content
Fréttir

Umsókn um hagsmunaaðild að Samtökunum '78

By 10. mars, 2015No Comments

Stjórn barst eftirfarandi umsókn um hagsmunaaðild að samtökunum og verður hún lögð fyrir Aðalfund 2015:

Intersex-Ísland, kennitala: 690814-0990, óskar hér með eftir að gerast Hagsmunafélag Samtakanna ´78. Óskum við eftir að umsóknin sé lögð fyrir á Aðalfundi Samtakanna ´78 og hennar getið í fundarboðum skv:

“2.4. Félög tengd hagsmunum Samtakanna ’78 geta óskað eftir því að tengjast félaginu. Stjórninni er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðalfund og geta hennar í fundarboði. Til samþykktar á slíkri aðild þarf einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi. Hagsmunafélög skulu hafa eigin kennitölu, sjálfstæðan fjárhag og koma fram opinberlega í eigin nafni en ekki nafni Samtakanna ’78.”
 
Tilgangur félagsins er að vinna að fullum mannréttindum intersex einstaklinga á íslandi, afnámi skurðaðgerða á kynfærum barna vegna félagslegra ástæðna og aukinni fræðslu í samfélaginu. Félagið var stofnað 27 júní 2014.
Nú þegar erum við meðlimir í Organisation Intersex International-Europe og liggur fyrir umsókn frá Intersex-Ísland um inngöngu í ILGA.

Leave a Reply