Skip to main content
Fréttir

Undirbúningsfundur fyrir stofnun bi og pan félags

By 10. september, 2013No Comments

Tvíkynhneigðir og síðar Pansexual fólk hefur lengi verið jaðarhópur innan hinsegin samfélagsins og hafa gætt ýmiskonar fordóma sem hafa fengið að viðgangast óáreittir allt of lengi. 

Margar raddir hafa heyrst tala um að tvíkynhneigðir hafi verið skildir eftir í réttindabaráttunni og hafi einnig orðið undir þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun og fræðslu sem hafi leitt til þess að þekking fólks á hugtakinu er takmörkuð og mjög lituð af fáfræði.

Undirritaður ætlar ekki að taka sér það leyfi að fullyrða neitt um það hvort síkt eigi sér stoð í raunveruleikanum en eitt er þó víst að tvíkyhneigðir og pan fólk á undir högg að sækja bæði frá gagnkynhneigðum og samkynhneigðum líka. Þessi hópur er einn sá viðkvæmasti innan hinsegin samfélagsins í dag og umhugsunarvert er að í æ meiri mæli eiga tvíkynhneigðir erfiðara með að koma út úr skápnum en samkynhneigðir sem sýnir hve flókin staða getur komið upp hjá fólki sem laðast ekki bara að einu kyni.

Boðað er til fundar til að ræða framtíð þessara hópa og hvað ber að gera. Er kominn tími til að stofna sjálfstætt félag? Erum við tilbúin að stofna eigið félag? Hvað myndi það heita? Er starfshópr innan Samtakanna ’78 mögulega málið? Þarf þessi hópur mögulega enga athygli?

Allt þetta er opið til umræðu þriðjudaginn 17. September kl. 20:00 í Regnbogasal Samtakanna ’78.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna ’78 í netfanginu siggigumm@gmail.com

Leave a Reply