Skip to main content
search
Fréttir

Jólagjöfin í ár – Hrein og bein komin út á DVD diski

By 7. desember, 2004No Comments

Frettir Íslenska heimildarkvikmyndin Hrein og bein eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Þorvald Kristinsson er nú komin út á DVD-diski. Á ensku nefnist hún Straight Out ? Stories from Iceland. Í þessari útgáfu er að finna vandaða skýringartexta á sjö tungumálum, ensku, frönsku, spænsku, ítölsku, þýsku, arabísku og portúgölsku. Einnig fylgja myndinni íslenskir skýringartextar sem auðvelda heyrnarskertum og útlendingum í íslenskunámi að njóta hennar. Auk þess er á DVD-diskinum margvíslegt kynningarefni svo og viðtal við höfunda kvikmyndarinnar þar sem þau rekja tilurð hennar og sköpunarsögu.

Kvikmyndin er til sölu í félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og væntanleg innan skamms í bókaverslanir.

Hrein og bein ? Kjörin jólagjöf til aðstandenda og vina á Íslandi og erlendis.

Leave a Reply