Skip to main content
search
Fréttir

Ungliðahreyfingin með aðstandendakvöld og U14 fund á sunnudag

By 30. ágúst, 2013No Comments

Næsta sunnudag 1. September ætlar ungliðahreyfing Samtakanna ’78 að bjóða krökkum 14 ára og yngri að koma á ungliðafund fyrir yngri krakka.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Ungliðarnir bjóða upp á ungliðafundi fyrir 14 ára og yngri og verða þeir haldnir fyrsta sunnudag í mánuði í vetur. Fundurinn hefst kl. 18 og auðvitað er forráðafólki velkomið að líta við með krökkunum.
Stjórn ungliðanna og umsjónarfólk verður á svæðinu og boðið er upp á spjall og leiki.

Klukkan 19:30 hefst svo hefðbundið ungliðakvöld og þetta kvöld er aðstandendakvöld og fjölskyldu og vinum er velkomið að koma með krökkunum.
FAS (Félag Aðstenda Hinsegin Fólks) mun koma að spjalla og heyrst hefur að boðið verði upp á kökur og gotterí til styrktar ungliðunum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og aðstandendur til að kynnast starfi ungliðanna.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ungliðahreyfing Samtakanna ’78

Leave a Reply