Skip to main content
FréttirTilkynning

Uppsögn framkvæmdastýru

By 28. október, 2016nóvember 25th, 2021No Comments

Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra hefur sagt starfi sínu hjá Samtökunum ’78 lausu.

Uppsögn hennar tekur gildi 1. nóvember nk. og mun hún starfa í 50% starfi út þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn eða uns eftirmanneskja hennar hefur hafið störf, skv. samkomulagi við stjórn. Sólveig Rós fræðslustýra mun taka að sér hluta af verkefnum framkvæmdastýru á meðan og verður því í 80% starfshlutfalli þar til staðan hefur verið mönnuð á ný.

Stjórn Samtakanna ’78 færir Auði bestu þakkir fyrir störf sín í þágu félagsins, sem hún hefur sinnt af mikilli alúð og metnaði. Við óskum henni alls velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Staða framkvæmdastýris/-stýru/-stjóra hefur verið auglýst.

Leave a Reply