Skip to main content
Fréttir

Vefur um réttarstöðu hinsegin fólks á 4 tungumálum

By 3. janúar, 2010No Comments

Nú er kominn í loftið vefur á 4 tungumálum um réttarstöðu hinsegin fólks á Íslandi. Vefurinn er á ensku, pólsku, litháísku og tailensku. Marmiðið er að miðla upplýsingum til fólks sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og auka vitund þess um réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi. 

Vefurinn er afrakstur samevrópsk verkefnis undir yfirskriftinni ‘Ár jafnra tækifæra’ en Samtökin ’78 hófu þátttöku í verkefninu árið 2007.

 Verkefnið er hluti af Progress áætlun Evrópusambandsins sem mun standa til ársins 2013 að öllu óbreyttu. Áður hafa Samtökin gefið út bæklinginn Reaching out sem er einn angi af verkefninu. Bæklingurinn var afhentur þáverandi félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur þann 27. apríl 2008. Yfirstandandi Progress verkefni er samstarfsverkefni fleiri félagasamtaka undir stjórn Mannréttindaskrifstofu en verkefnið gengur út á að athuga hugsanlega fordóma í garð ýmissa félagshópas t.d. samkynhneigðra, fatlaðra, innflytjenda, mismunandi trúarbragða, kvenna og fleiri hópa.

 

Leave a Reply