Skip to main content
Fréttir

VERNDUN MANNRÉTTINDA: OPINN FUNDUR Í FÉLAGSHEIMILI SAMTAKANNA ´78

By 20. apríl, 2007No Comments

 

Laugardaginn 28. apríl verður haldinn opinn fundur í Félagsheimili Samtakanna ´78, Laugavegi 3 undir yfirskriftinni Verndun mannréttinda. Á honum verður fjallað um réttindi samkynhneigðra í ljósi bættrar lagalegrar réttarstöðu hér á landi, en kveikjan að honum eru áhyggjur af auknu ofbeldi í garð samkynhneigðra og transgender fólks sem orðið hefur við að undanförnu. Fundurinn hefs kl. 13:00 og eru allir velkomnir.

 

Dagskrá 

13.00 Fundurinn settur.

13.10 Þorvaldur Kristinsson bókmenntaritstjóri. Þurfum við að hafa áhyggjur?Hugleiðing um stöðu samkynhneigðra í ljósi bættrar lagalegrar réttarstöðu og reynslu nágrannaþjóða.

13:30 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International fjallar um LGBT-starf Amnesty International í heiminum.

14:05 Arna Schram formaður Blaðamannafélags Íslands. Nú verða sagðar fréttir. Fréttaflutningur af ofbeldismálum – hvert er fórnarlambið?

14:20 Kaffihlé

14:35 Frosti Jónsson, formaður Samtakanna ´78. Af samstarfi lögreglu og minnihlutahópa. Reynsla Breta.

14:50 Skiptir sýnileiki samkynhneigðra innan lögreglunar einhverju máli? Hugleiðing frá fyrrverandi starfsmanni.

15:00 Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Staða minnihlutahópa, meðferð mála og úrræði lögreglunnar.

15:20 Umræður

16:00 Fundi slitið

Leave a Reply