Skip to main content
Fréttir

Vetrarstarf Styrmis kynnt á Barböru 10. september

By 9. september, 2009No Comments

Næsta fimmtudag (10. sept) mun Íþróttafélagið Styrmis halda Haustfund á Barböru kl. 20:30, Laugavegi 22.  Þetta er fyrsti fundur okkar sinnar tegundar og verður hann notaður til að fara yfir vetrarstarfið framundan.
 
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í starfinu, styðja félagið eða bara eru forvitnir um starfið ættu að mæta: konur og karlar, samkynhneigðir og gagnkynhneigðir, ungir og gamlir, og allt þar í kring.  Ný íþróttadeild Styrmis verður kynnt á fundinum ásamt því sem fótbolta- og sunddeildir munu fara yfir starfið sitt í vetur, hvort sem það er á íþróttasviðinu eða í skemmtanamálum.  Fjölmargir munu stíga á stokk og kynna ýmsar hliðar vetrarstarfsins.
 
Við munum m.a. fjalla um:
– kynning á Köln og keppnisferðinni þangað næsta sumar
– fjáröflun fyrir ferðina, bókun flugs og gistingar
– þjálfaramál í fótboltanum og sundinu, nýjar áherslur í boltanum, markviss og skemmtilegur þjálfunarpakki
– nýr greiðslumáti æfingagjalda í boltanum
– auka íþróttadagur í hverri viku þar sem allar íþróttadeildir koma saman í fjölbreyttri hreyfingu
– umræður, o.fl.
 
Allir velkomnir!
 
Stjórn Styrmis

Leave a Reply