Skip to main content
search
Fréttir

Viggó og Víóletta

By 18. júlí, 2011No Comments

VIGGÓ OG VÍÓLETTA SÝNA: LITTLE SHOP OF HORRORS og ROCKY HORROR!!!!

Gleðin mun vera allsráðandi miðvikudagskvöldið 20.júlí því þá munu VIGGÓ OG VÍÓLETTA blása til hátíðarhalda á Barböru. 

Af sinni alkunnu snilld munu þau trylla lýðinn af gleði með kabarett-best-of-hraðtúlkunn sinni á tveimur af stórkostlegustu söngleikjum allra tíma:  LITLU HRYLLINGSBÚÐINNI og ROCKY HORROR!

Leikar munu hefjast klukkan 21:00 og við hvetjum alla til að mæta tímanlega þar sem bekkir hafa verið þétt setnir síðastliðinn vetur og þetta er EINA SÝNINGIN ÞETTA SUMARIÐ!!!!!!!!!!

Miðaverð er 1000 ISK og við bendum fólki á að líta við í hraðbanka í nágrenninu á leiðinni til okkar.

Fáránlegir dílar á barnum:
Bjór kr. 400.-
Bleikur VÍVÍ kokteill kr. 500.- (Víví = Viggó og Víóletta)

OMG!

Fram koma Bjarni Snæbjörnsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson

Leave a Reply