Skip to main content
search
Fréttir

Viggó og Violetta

By 10. nóvember, 2010No Comments

Viggó og Víóletta eru nú orðnir fastagestir á hinum einstaka gleðistað BARBARA sem staðsettur er á Laugavegi 22.
 
Á föstudagskvöldið ætla þau að keyra yfir hefðbundin velsæmismörk gleðinnar og trylla lýðinn af sinni alkunnu snilld. Í vetur verða þau með mánaðarleg kvöld á Barböru og ætla þau að gefa áhorf- og heyrendum brot af því besta þann 12. nóvember.

Flutt verða m.a. lög úr
Chicago
Les Miserables
Avenue Q
Litla Hryllingsbúðn
Disney barnamyndum
Hárinu
Cats
…og kannski fleirum!
 
Hægt er að búast við háum hælum, fullt af hárkollum og ótrúlegum skeggvexti!
 
FRÍTT INN!
 
Fram koma leikararnir
Bjarni Snæbjörnsson, Orri Huginn Ágústsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
 
Gleðin hefst kl 22:30

Leave a Reply