Skip to main content
Fréttir

Vikupistill formanns #01 / President's Weekly Message #01

By 5. desember, 2014No Comments

(english below)

Gleðilegan desember kæra félagsfólk. Á frábærum félagsfundi miðvikudaginn 19. nóvember sl. áttum við góðar samræður um ýmis málefni og m.a. kom fram gagnrýni varðandi upplýsingagjöf. Við fögnum allri uppbyggjandi gagnrýni og reynum að bæta vinnubrögðin þar sem við á. Ég kynni því hér vikulegan fréttapistill sem ég vona að verði til gagns og ánægju. Með ást & friði, Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Samtökin ‘78 halda úti fræðslu og ráðgjöf, fjölbreyttri félags- og menningarstarfsemi og berjast fyrir mannréttindum og lífsgæðum hinsegin fólks allan ársins hring. Þetta væri ekki mögulegt án öflugs félags- og stuðningsfólks. Byggðu með okkur betra samfélag – skráðu þig í félagið eða styrktu um upphæð að eigin vali. Við þökkum stuðninginn. Hann skiptir öllu máli.

Láttu í þér heyra

Það er mikilvægt að raddir félagsfólks heyrist og við hvetjum til hispurslausrar og gagnrýnnar umræðu. Hafirðu ábendingar, hugmyndir, viljirðu bjóða fram krafta þína, nú eða skrifa pistil, þá sendu okkur póst á skrifstofa@samtokin78.is.

Jólabingó!

Hið árlega Jólabíngó verður haldið í Stúdentakjallaranum í samstarfi við Q – félag hinsegin stúdenta sunnudaginn 7. desember kl. 15-17. Að vanda verða frábærir vinningar í boði. Við stefnum á notalega og fjölskylduvæna stund en heyrst hefur að kynuslandi jólasveinar muni láta sjá sig! 

Framkvæmdir við nýtt félagsheimili

Við kvöddum Laugaveg í september og fluttum á Suðurgötu 3, á bjarta og fallega jarðhæð í hjarta borgarinnar. Ýmislegt þurfti að laga í nýju húsnæði og áhersla lögð á gott aðgengi, sveigjanleika og rými fyrir ráðgjöf. Framkvæmdir hafa dregist nokkuð enda t.d. pípulagnir í verra standi en við töldum og mikið að gera hjá iðnaðarfólki. Eins tekur tíma að sleppa í gegnum nálarauga byggingarfulltrúa. Framkvæmdirnar setja starfið í uppnám, taka tíma og orku frá öðru og reyna á þolinmæðina. Ég þakka þann skilning sem þið hafið sýnt og upplýsi að við vonumst til að geta tekið húsið í gagnið fyrir áramót.

Á næstunni fer í gang lokafrágangur og þá væri gott að geta leitað til ykkar félagsfólks. Smákökur og veggjamálun í desember? Tímasetningar liggja ekki nákvæmar fyrir núna en áhugasamir geta boðið sig fram með því að senda póst á skrifstofa@samtokin78.is. Fylgist með á heimasíðu og Facebooksíðu félagsins.

Viltu undirbúa jólaball? Taktu þátt í fjölbreyttu starfi

Innan samtakanna starfa ýmsir hópar, t.d. ungliðar og hópur um jafnréttis- og umhverfisstefnu. Nú er einnig verið að undirbúa jólaball laugardaginn 20. desember. Áhugasamir eru hvattir til þátttöku með því að senda póst á skrifstofa@samtokin78.is. Eins starfar fjöldi félaga að ýmsum málum, sum með beina aðild að samtökunum. Hér má nefna Hinsegin kórinnIntersex Ísland,Bears on IceStyrmi og Hinsegin dagaHér má sjá yfirlit yfir starfshópa og félög og hvernig má nálgast þau. Látum hinsegin samfélagið blómstra og tökum þátt!

Minningardagur trans fólks

Borgarstjóri og Trans-Ísland buðu til Minningardagur trans fólks í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 20. nóvemberi. Við áttum fallega stund undir tali og tónum og kveiktum á kertum í minningu fórnarlamba haturs og ofbeldis. Hér er grein í tilefni dagsins.

Dagur rauða borðans

HIV-Ísland bauð að vanda upp á
frábærar veitingar, upplestur og söng þann 1. desember sl. Við þökkum fyrir notalega samveru og hvetjum alla til að styðja starfið. Nánar hér og hér.

//

President's Weekly Message

Dear members. Happy december! We had a good discussion on many issues at a great meeting on 19 November where the board was e.g. criticised for poor flow of information. We welcome all constructive criticism and try to improve our ways where needed. Therefore, I hereby present this weekly newsletter which I hope will be to some use and joy. With love & peace, Hilmar Hildarson Magnúsarson, president.

Your Support is Essential

Samtökin ‘78 offer education, counseling, diverse social- and cultural activities and fight for the human rights and quality of lives of LGBTI people all year round. This would not be possible without supporting members and sponsors. Let’s build a better society together – sign up as member or donate amount of own choice. We thank you for your support. It is essential.

Raise Your Voice

It is important for  organisations to hear member’s voices. We encourage direct and critical discussion. Do you have comments or ideas? Do you want to volunteer? Write an article? Then send an e-mail to office@samtokin78.is.

Christmas Bingo!

The annual Christmas Bingo takes place at Stúdentakjallarinn in collaboration with Q -Queer Student Association on Sunday 7 December between 3 and 5 pm. As usual there will be lots of great prizes. We aim for a cozy and family friendly event and have heard that some gender bending santas might be showing up! 

Building a New Community Centre

We said goodbye to Laugavegur in september and moved to Suðurgata 3 – bright and beautiful ground floor premises in the heart of Reykjavík. We have to put many things in order before starting operations and have focused on accessibility, flexibility and a room for counseling. Work on construction has dragged out for many reasons. Piping was e.g. in worse condition than anticipated and craftspeople are generally quite busy these days. We also have to get through building control, which takes time. Constructions have disturbed daily operations and take time and energy from other projects. This can obviously put our patience to a severe test. I thank you for shown understanding and can inform that we hope to finish by the end of the year.

We will soon enter the final stages of work and welcome every helping hand. How about painting walls and eat cookies in December? We do not know exactly when work starts but everyone interested in partaking can send us an e-mail to office@samtokin78.is. Follow updates on our website and Facebook page.

Like to Organise the Christmas Disco? Participate in various activities

A number of groups are actively working on a variety of issues within the organisation. I can e.g. name our youth group and the equality- and environmental policy group. We are also currently preparing the Christmas Disco. We urge all interested to send mail to office@samtokin78.is. A number of other organisations in the LGBTI community  also work on various issues, some of them directly linked to Samtökin ‘78. I can name The Reykjavík Queer ChoirIntersex IcelandBears on IceStyrmir Sports Club and Reykjavík Pride. Let’s take part and let the LGBTI community blossom!

Transgender Day of Remembrance

The Mayor and Trans-Ísland hosted the Transgender Day of Remembrance at Reykjavík City Hall on November 20. We had a lovely day with speeches and music and lit candles in memory of victims of hate and violence. More here (in icelandic).

Red Ribbon Day

HIV-Ísland welcomed guests as usual on 1 December with excellent food and drink, readings and song. We thank for a  beautiful event and urge you to support the good work. More here and here.

 

Leave a Reply