Skip to main content
search
FréttirTilkynning

Villi nýr fulltrúi á skrifstofu Samtakanna ’78

By 7. október, 2022No Comments

Vegna aukinna umsvifa auglýstu Samtökin ’78 starf fulltrúa á skrifstofu. Eftir stutt ráðningaferli var ákveðið að bjóða Vilhjálmi Vilhjálms (Villa) stöðuna.

Villi er kaospilot og einnig með BS gráðu í íþrótta- og heilsufræðum. Villi hefur í gegnum tíðina unnið margvísleg störf, svo sem vefhönnun, viðburðastjórnun, upplifunarhönnun, markaðsstörf, skrifstofustörf og fleira.

Villa þarf vart að kynna fyrir hinsegin samfélaginu því hán var formaður Hinsegin daga sem og gjaldkeri Samtakanna ’78 á árum áður.

Villi hefur þegar hafið störf, og við bjóðum hán velkomið til starfa.