Skip to main content
search
Fréttir

Vilt þú deila þinni sögu?

By 15. júlí, 2015No Comments

Ég er að vinna að viðburði sem verður á Hinsegin dögum. Viðburðurinn nefnist Rjúfum þögnina og er unninn í samstarfi við Stígamót.

Hugmyndin er að beina ljósi á kynferðisofbeldi gagnvart hinsegin fólki, hvort sem er gegn okkur eða milli okkar.

Við viljum skapa rými til að deila upplifun á kynferðisofbeldi, annaðhvort beint frá þolenda eða af upplesara. Hægt verður að deila sögum á margan hátt, t.d. með ljóði, sögu, upplestri eða öðrum samskiptamáta.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt getum við hist og spjallað, eða þú getur sent á mig sögu sem þig langar að láta lesa upp. Það felst engin skuldbinding í því að hafa samband og hægt er að draga sig til baka hvenær sem er. Einnig er hægt að taka þátt með algjöru nafnleysi með því að senda tölvupóst hingað: smari.gsv@gmail.com. Annars er hægt að hafa samband hérna á facebook ef það er eitthvað sem þú vilt vita eða vilt spjalla um þetta. Fullum trúnaði er heitið.

Meðfylgjandi er lýsing á viðburðinum eins og hann í Hinsegindagablaðinu.

Með fyrirfram þökk,
Guðmunda

Rjúfum þögnina – málstofa um kynferðisofbeldi
Break the silence – seminar on sexual abuse

Fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12:00 / Thursday 6 August at 12 p.m.

Hinsegin dagar standa fyrir málstofu um kynferðisofbeldi í hinsegin samhengi í samstarfi við Stígamót. Undanfarin misseri hefur umræða um kynferðisofbeldi aukist á Íslandi. Þar hefur ítrekað komið fram hversu mikilvægt það er að draga þessa umræðu fram í dagsljósið og skapa umhverfi þar sem líklegra er að brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar. Markmið þessarar málstofu er að skoða kynferðisofbeldi út frá reynslu hinsegin einstaklinga, bæði þegar það beinist gegn okkur og þegar um er að ræða aðila innan okkar samfélags, ásamt því að skapa umræðu um þessi mál í hinsegin samfélaginu á Íslandi. Í málstofunni verða fluttir fyrirlestrar frá starfsfólki Stígamóta og sagðar reynslusögur og í lokin fara fram pallborðsumræður.

Reykjavik Pride in cooperation with Stígamót – Education and Counseling Center for Survivors of Sexual Abuse and Violence – invites you to a seminar on sexual violence from a queer perspective. Recently there has been increased awareness and talk about sexual violence in Iceland where it has been highlighted how important it is to talk openly about the subject and create an atmosphere which encourages victims to seek help. The goal with this seminar is to look at the experience of queer individuals that have suffered sexual violence, both from within our community and from others, and try to open up a conversation about sexual violence within the queer community.

Guðmunda Smári Veigarsdóttir

Leave a Reply