Skip to main content
search
AuglýsingFræðslustarfFréttir

Vilt þú gera heiminn víðsýnni?

By 18. maí, 2016desember 11th, 2021No Comments

Fræðsla frá Samtökunum ´78 hefur aldrei verið eftirsóttari. Því auglýsum við nú eftir fræðslufulltrúa til að halda utan um sívaxandi fræðslustarfsemi okkar. Um hlutastarf er að ræða fram til 1. desember nk. (40%) með möguleika á framlengingu og auknu starfshlutfalli síðar.

 

Verkefni:

 

  • Hafa umsjón með fræðslu. Þróa hana í samræmi við nýjustu þekkingu og þarfir áheyrenda hverju sinni.
  • Þjálfa jafningjafræðara og auglýsa eftir jafningjafræðurum eftir því sem þurfa þykir.
  • Hafa umsjón með fræðsluhluta þeirra þjónustusamninga sem nú eru í gildi við samtökin.
  • Auglýsa fræðslu og leita eftir nýjum samningum við stofnanir, sveitarfélög eða aðra aðila í samvinnu við framkvæmdastýru og stjórn.
  • Næsti yfirmaður er framkvæmdastýra Samtakanna ´78.

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf.
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi er kostur, t.d. kynjafræði. Tilvalið fyrir háskólanema.
  • Hæfileikar til að halda fyrirlestra og koma fram fyrir hóp af fólki.
  • Góð þekking á hinsegin málefnum.
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð.

Vinnutími er óreglulegur og fer eftir nánara samkomulagi við framkvæmdastýru og stjórn
samtakanna.
Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á skrifstofa@samtokin78.is fyrir 31. maí næstkomandi.

Leave a Reply