Skip to main content
FréttirStjórn

Yfirlýsing frá stjórn

By 2. september, 2016desember 11th, 2021No Comments

Í grein í Kvennablaðinu þann 31. ágúst 2016 lætur Kristín Sævarsdóttir, frambjóðandi til formanns Samtakanna ‘78, eftirfarandi orð falla um stjórnendur félagsins:

„Það er ólíðandi að þau sem stýra félaginu nú vogi sér að láta það líta út fyrir að hommar og lesbíur séu andstæðingar transfólks og intersex og vinni gegn réttarbótum fyrir aðra hópa en homma og lesbíur. Það er hreinlega rangt!“

Stjórn og framkvæmdastýra Samtakanna ‘78 hafa allar götur lagt áherslu á að sinna málefnum allra þeirra samfélagshópa sem falla undir regnhlíf Samtakanna ‘78 og talað fyrir samstöðu og samvinnu félagsfólks. Málflutningur stjórnenda félagsins hefur aldrei miðað að því að stilla hommum og lesbíum upp sem andstæðingum trans og intersex fólks. Þvert á móti hafa stjórnendur lagt áherslu á að gefa öllu félagsfólki hlutdeild í stefnumótun og ákvarðanatöku í gegnum samtalsfundi og atkvæðagreiðslu, nú síðast með endurboðun aðalfundar á miðju starfsári. Stjórn og framkvæmdastýra vísa þessum órökstuddu ásökunum alfarið á bug og telja þær ekki til þess fallnar að stuðla að frekari uppbyggingu félagsins.

Virðingarfyllst,

Ásthildur Gunnarsdóttir
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
Benedikt Traustason
María Helga Guðmundsdóttir
Kitty Andersen
Unnsteinn Jóhannsson
Júlía Margrét Einarsdóttir
Auður Magndís Auðardóttir

Leave a Reply