Staður: Bóksafn S’78, Laugavegi 3 | Dagsetning: 20.03.2013
Mættir trúnaðarráðsfulltrúarnir:
Auður Halldórsdóttir, Auður Magndís, Ásta Ósk (f.h. Hinsegin kórsins), Karla Dögg, Brynjólfur (Billi), Arna Arinbjarnardóttir, Gunnar Helgi, Birna Hrönn, Sverrir Jónsson, Andri Sævar, Sólver Sólversson (f.h. Hinsegin kórsins).
Auk þess voru viðstaddir:
Vilhjálmur Ingi (Villi), gjaldkeri S’78, Sigurður Júlíus (Siggi), varaformaður S’78 og Gunnlaugur Bragi, starfandi framkvæmdastjóri.
Fundur settur kl. 19:27.
Gunnlaugur Bragi býður fundarmenn velkomna og tilkynnir að hann muni stýra fundinum þar til kosningu formanns er lokið.
Dagskrá fundarins:
1. Skipan fundarritara
• Gunnlaugur býðst til að rita fundargerð – samþykkt.
2. Markmið og tilgangur trúnaðarráðs – erindi frá stjórn
• Sigurður Júlíus Guðmundsson varaformaður flytur fundinum kveðju formanns sem staddur er í Noregi
o Minnir einnig á partý stjórnar og trúnaðarráðs 5. apríl
• Farið yfir markmið stjórnar og trúnaðarráðs og samstarf þar á milli
• Trúnaðarráð hvatt til að taka þátt í vinnu vegna opins stefnumótunarfundar sem stjórn S’78 samþykkti á fyrsta fundi sínum að halda
• Farið yfir verkefni sem liggja fyrir, m.a. afmælisviðburði í tilefni 35 ára afmælis S’78
• Farið yfir hlutverk embætta innan trúnaðarráðs
3. Kosningar í embætti
a. Formaður
• Auður Halldórsdóttir býður sig fram og staðfest með lófataki.
b. Varaformaður
• Framboð frá tveimur aðilum, Andra Sævari og Örnu Arinbjarnarsdóttur.
• Arna réttkjörinn varaformaður, staðfest með lófataki.
c. Áheyrnarfulltrúi
• Kjör Gunnars Helga staðfest með lófataki.
d. Varamaður áheyrnarfulltrúa
• Kjör Sverris staðfest með lófataki.
4. Umræður
a. Tillögur að dagsetningu fyrir vorfund trúnaðarráðs og stjórnar:
• Rætt um 20. apríl, með fyrirvara þó – umræða færð í netheima.
b. Hópastarf: Stjórn hefur skipt með sér verkum sem markast af því starfi sem liggur fyrir hjá Samtökunum á árinu:
• Rætt um hópaskiptingu sem fram kemur á skipuriti S’78 frá síðustu stefnumótun.
• Eiga þeir allir rétt á sér, ætti að fjölga, fækka, breyta eða bæta?
• Ákveðið að setja inn skjal á facebook og ræða um hópana.
c. Áherslur Samtakanna ’78 – tillögur frá trúnaðarráði
• Hugmyndir:
o Blóðgjafir homma
o Ættleiðingarmál
o Áframhaldandi efling fræðslu
• Fagfræðsla – fræðsla til fagaðila
o Áframhaldandi vinna við heimasíðu
o Rætt um hvort næsta skref eftir „réttindabaráttuna“ sé að fjalla um hið óáþreyfanlega í samfélaginu; samskipti, augnarráð, spurningar…
• Rætt um að mikilvægt sé að taka meiri og betri umræðu um hvað Samtökin eiga að gera.
• Trúnaðarráð er átakanlega trans-laust (og reyndar fleiri hópa og vinkla). Miklar vonir til að Trans Ísland skipti fulltrúa í trúnaðarráð og að trúnaðarráð hafi þau málefni í huga.
d. Starfsreglur trúnaðarráðs
• Ásta Ósk les yfir starfsreglur fyrra trúnaðarráðs
• Rætt um hvar best sé að halda umræðum og ákvörunum utan funda.
• Rætt um fundartíma. Rætt um að funda að jafnaði á sex vikna fresti og þá jafnvel á miðvikudögum kl. 20.
• Næsti fundur líklega sameiginlegur fundur með stjórn í apríl og annar fundur trúnaðarráðs ákveðinn í framhaldi af því.
• Trúnaðarráð mun taka saman skriflegar reglur sem m.a. munu innihalda:
• Að jafnaði skal fundað á sex vikna fresti.
• Fundargerð skal send út.
• Lagt skal upp með ljúka fundum á að ákveða fundartíma næsta fundar. Aftur skal boða til hans (ítreka) þegar nær dregur.
5. Nefndir
a. Afmælisnefnd S78 – óskað eftir 2 aðlilum frá trúnaðarráði
• Andri og Sólver bjóða sig fram í afmælisnefnd. Trúnaðarráð fer þess á leit við stjórn S’78 að fá að skipa Körlu sem þriðja fulltrúa sinn í afmælisnefndina sem heiðarlega tilraun til að laga kynjahlutföllin örlítið.
b. Nefnd um stefnumótunarfund – óskað eftir einum aðila frá trúnaðarráði
• Stjórn hefur ákveðið að halda fund um allsherjar stefnumótun Samtakanna ’78, gjarnan með vorinu.
• Nefnd verður skipuð til að skipuleggja og haldan utan um þann viðburð.
• Auður Magndís tekur sæti í nefndinni fyrir hönd trúnaðarráðs.
6. Önnur mál
• Engin önnur mál
Fundi slitið kl. 19:47.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Bragi.