Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

6. Stjórnarfundur 2024

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Jóhannes, Sveinn, Vera, Guðrún (varaáheyrnarfulltrúi félagaráðs), Bergrún (starfandi framkvæmdastjóri)

Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:35.

 

 1. Starfsmannamál

Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn: Kári Garðarsson. Kári kemur á fundinn og kynnir sig. Stjórn býður hann velkominn. 

 

 1. Kompás

Bergrún segir frá fundi með aðstandendnum þekkingarsamfélagsins Kompás um mannauðsmál. Hún telur að innan þess sé margvíslegt efni sem geti nýst Samtökunum, og leggur til að Samtökin fái aðild að þessum vettvangi. Stjórn samþykkir það. 

 

 1. Erfðamál og styrkir

Bjarndís leggur til að Samtökin hafi upplýsingar aðgengilegar á vef sínum hafi fólk áhuga á að arfleiða Samtökin að eignum sínum. Hún stingur einnig upp á að Samtökin haldi viðburð um erfðamál eða veki athygli á málinu á annan hátt. Stjórn ræðir. Skrifstofa tekur við málinu með hjálp Sveins. Jóhannes stingur upp á að Samtökin auglýsi reglulega á samfélagsmiðlum leiðir til þess að styrkja Samtökin, stjórn er sammála því. 

 

 1. Hatursglæpanámskeið

Bjarndís segir frá hatursglæpanámskeiði Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu sem hún sótti með Þorbjörgu af skrifstofu. Námskeiðið var að þeirra mati mjög gagnlegt og áhugavert. Stjórn óskar eftir því að gögn af námskeiðinu verði gerð aðgengileg stjórn. Stjórn ræðir samskipti og samstarf við lögreglu. 

 

 1. Félagsfundur og félagaráð

Félagsfundur að vori verður 30. maí. Bergrún fer yfir skipulagningu fundarins. Stjórn ræðir dagskrá. Hugmynd kom upp um að félagaráð komi að því að skoða hvernig gera megi Samtökin aðgengilegri fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Stjórn ræðir. Guðrún ætlar að kalla saman félagaráð og ræða málið frekar.

 

 1. Fræðsla

Bjarndís segir frá fundi með Eddu fræðslustýru um fræðslumál. Edda stingur upp á að halda á næstunni fræðslu-„brain storm“ með fólki af skrifstofu og úr stjórn. Stjórn tekur vel í það. 

 

 1. Staða innheimtu

Bjarndís fer yfir stöðu fjármála, skrifstofa vinnur að því að innheimta útistandi skuldir til Samtakanna. 

 

 1. Verkefnið SURE

Bjarndís segir frá erindi sem barst frá Írisi Ellenberger í Háskóla Íslands um að vera samstarfsaðilar og veita ráðgjöf í rannsókn sem ber nafnið „Swept under the Rug of Equality“ eða SURE. Stjórn samþykkir það. Stjórn telur mikilvægt að Samtökin styðji við rannsóknir í íslensku fræðasamfélagi sem auka eiga þekkingu á stöðu hinsegin fólks.

 

 1. Önnur mál
 2. Næsti fundur. Stjórn samþykkir að funda næst 3. júní kl. 16:30. 
 3. Næsta landsþing. Bjarndís fer yfir hugmynd um að fá erlendan gest á kvöldskemmtun eftir næsta landsþing hinsegin fólks. Hannes vill taka þátt í að undirbúa það.
 4. Félagsfólk. Stjórn ræðir leiðir til að hvetja fólk til að skrá sig í Samtökin. Jóhannes ætlar að skoða afslætti og aðra hvata til að fólk gerist félagar. 

 

 1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð er lesin upp á fundi til samþykktar. Fundargerð er samþykkt. 

 

Fundi slitið: 16:55.