Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

5. Stjórnarfundur 2024

By 7. maí, 2024maí 14th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes (online), Kristmundur, Sveinn, Bergrún (starfandi framkvæmdastjóri), Magnús (rekstrarstjóri), Sigga (áheyrnarfulltrúi félagaráðs).
Fundargerð ritar: Hrönn Svansdóttir.

Fundur settur: 16:40.

1. Starfsmannamál
Bjarndís segir okkur frá stöðu starfsmannamála.

2. Takk miðlun – “Hoppaðu á vagninn”
Magnús upplýsir stjórn um tilboð á herferð frá Takk miðlun. Stjórn er sammála um að bíða með þetta verkefni þar til seinna.

3. Kynrænt sjálfræði í fimm ár (málþing, samkeppni)
Bjarndís segir okkur frá fundi þar sem er rætt að haldið sé upp á þetta. Hugmynd að vera með samkeppni í anda hýryrða sem væri þá kynnt 27. júní 2024. Stjórn ræðir hugmyndir. Magnús og Bjarndís munu taka boltann.

4. Forsetaframboð – stefna frambjóðenda
Stjórn ræðir hvort Samtökin 78 eigi að senda frambjóðendum spurningar en metur sem svo að Gay Iceland hafi spurt góðra spurninga. Samþykkt er að deila frekar svörum á samfélagsmiðlum.

5. Áhættumat
Þorbjörg sótti námskeið í krísustjórnun og áhættumati í Istanbul á vegum ILGA Europe og öðlaðist mikla þekkingu sem mun nýtast í starfi.

6. Samþykkt fundargerðar
Fundargerð er lesin upp á fundi til samþykktar. Fundargerð er samþykkt.

Fundi slitið: 17:55.