Skip to main content
Fréttir

1. maí!

By 30. apríl, 2018janúar 26th, 2020No Comments

Skrifstofan er lokuð 1. maí en opnar aftur á slaginu 13, miðvikudaginn 2. maí. Við hvetjum engu að síður öll til að mæta í Suðurgötu til að undirbúa kröfugöngu hinsegin fólks.

(English below)
 
Göngum saman 1. maí!
Dagskrá:
11:00 Húsið opnar fyrir skiltagerð. Timbur í skilti á staðnum, öll velkomin að föndra sín skilti.
12:30 Lagt af stað af Suðurgötu upp á Hlemm
13:00 Safnast saman við Hlemm
13:30 Gangan leggur af stað
Að göngu lokinni: Heitt á könnunni á Suðurgötu 3
 
Samtökin munu taka þátt í göngunni árið 2018 líkt og mörg undanfarin ár, enda er réttindabarátta hinsegin fólks samofin baráttunni fyrir atvinnuöryggi. Á Íslandi er t.d. enn ekkert lögbann við mismunun á vinnumarkaði út frá kynhneigð, kynvitund eða kyneinkennum.
 
Við hvetjum öll sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í kröfugöngu og hátíðahöldum þennan dag, með sínu stéttafélagi og/eða Samtökunum '78. Ennfremur hvetjum við þátttakendur til að mæta með sína litríkustu fána og skilti sem endurspegla mikilvægi atvinnuöryggis fyrir hinsegin fólk. Suðurgatan verður opin frá kl. 11:00 fyrir þau sem hafa áhuga á að föndra sér skilti. Eitthvað af föndurvörum í boði en um að gera að koma með meira.
 
Þann 1. maí er starfsfólk Samtakanna '78 að sjálfsögðu í fríi og skrifstofan lokuð.
 
//
 
Let's unite to celebrate May 1st, International Workers' Day!
 
11:00 – Sign-making session at Suðurgata
12.30 – Head to Hlemmur
13:00 – Assembly for the march by Hlemmur
13:30 – March begins
After the march: Coffee and chat at Suðurgata 3.
 
Samtökin '78 will participate in the 2018 march as in many years past. The struggles for queer rights and workers' rights are deeply intertwined. In Iceland, for instance, there is still no law barring discrimination in the labor market on the basis of sexual orientation, gender identity, or sex characteristics.
 
We encourage everyone to participate in the May 1st march and celebrations with their labor union and/or with Samtökin '78. We also encourage participants to bring their most colorful flags and signs that reflect the importance of secure employment for queer people.
 
Samtökin '78 employees will of course have the day off on May 1st. The office will therefore be closed.

Leave a Reply