Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

1. Stjórnarfundur 2016

By 15. mars, 2016mars 20th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir. Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra.
Forföll boðaði Júlía Margrét Einarsdóttir.

Ár 2016, þriðjudaginn 15.3.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði Auður Magndís Auðardóttir

Dagskrá:
1. Ákveða næstu skref vegna formgalla á aðalfundi
2. Ræða dreifingu teiknimyndarinnar Hugrakkasta riddarans.

1. Næstu skref vegna formgalla á aðalfundi

Rætt hefur við stjórnarmeðlimi sem kosnir voru á aðalfundi árið 2015 með þeim síðari breytingum sem á henni urði. Þau sem sátu í þeirri stjórn en hurfu frá stórnarstörfum 2016 eru: María Rut Kristinsdóttir, Kara Ásdís Kristinsdóttir, Matthew Deaves og Steina Dögg Vigfúsdóttir. Þau eru sátt við það fyrirkomulag að hin nýja stjórn sem kosin var á aðalfundi 2016 sé starfandi stjórn en að stjórn sem kjörin var 2015 sé upplýst um gang mála hvað varðar næstu skref sem tekin verða vegna formgalla á aðalfundi 2016.

Rætt um hver séu eðlileg næstu skref í ljósi formgalla á aðalfundi 2016 þar sem kom í ljós að ekki hafði verið boðaður með pappírspósti.

Haldinn var umræðufundur 10. mars og þar kom fram vilji rúms helmings viðstaddra til að halda aukaaðalfund.

Tilboð hafa verið fengin í bréfapóstsendingar og allur kostnaður vegna prentunar, sendinga og heimilisfangaöflunar er um 250.000 kr. Rætt um hvernig væri hægt að gera þennan pakka ódýrari. Ekki fullkomin sátt við að verja svo miklum fjármunum.

Ákvarðanataka varðandi boðun aukaaðalfundar. Engin formleg heimild er fyrir því að boða aukaaðalfund. Skv lögum félagsins fer félagsfundur með æðsta vald félagsins milli aðal­ funda. Tveir möguleikar: a) Félagsfundur hafnar eða staðfestir ákvarðanir aðalfundar eða b) félagsfundur ákveður að boðað verði til aukaaðalfundar.

Rætt um hvort eðlilegt teljist að opna á lagabreytingatillögur og framboð eða ekki. Bent á að enginn hafi véfengt lögmæti þess hvernig og hvenær kallað var eftir framboðum.

Rætt að ekki verði boðið upp á umboðsatkvæði né utankjörfundaratkvæðagreiðslur þar sem ekki sé kveðið sérstaklega á um það í lögum.

Ákveðið að boða til fundar 9. apríl kl. 14. Verður boðaður bréflega fyrir 26. mars og í tölvupósti nú í vikunni. Á þeim fundi gefst félagsmönnum kostur á að velja milli þeirra leiða sem virðast mögulegar með tilliti til laganna.

Dagskrá: Fyrst skulu greidd atkvæði um hvort boða eigi aukaaðalfund eða afgreiða málin á félagsfundi.
Ef greidd eru atkvæði með aukaaðalfundi skal fundi slitið og boðað til aukaaðalfundar hið snarasta. Ef greidd eru atkvæði með afgreiðslu á félagsfundi skal fara yfir kosningar frá aðalfundi lið fyrir lið.

Ákveðið að birta fundargerð umræðufundarins sem haldinn var 10. mars. Ákveðið að kalla eftir því að fólk geti látið vita hvort það er undir nafnleynd eða ekki á póstlista félagsins áður en umræðurfundargerðin er sett inn.

2. Hugrakkasti riddarinn

Frestað til næsta fundar

Fundi slitið kl. 13:02

Leave a Reply