Viðstödd eru: Agnes, Ólafur Alex, Þórhildur, Bjarndís, Andrean, Þorbjörg, Edda, Daníel (framkvæmdastjóri)
Ritari: Bjarndís Helga
Fundur settur: 16:10
1. Þagnareiður undirritaður
Nýkjörin stjórn skrifar undir þagnareið.
2. Embættaskipting
Stjórn skiptir með sér embættum. Skiptingin er eftirfarandi:
Varaformaður: Andrean
Ritari: Bjarndís
Gjaldkeri: Edda
Alþjóðafulltrúi: Þórhildur
Meðstjórnandi: Agnes
Meðstjórnandi: Ólafur Alex
3. Siðareglur undirritaðar
Stjórn undirritar siðareglur Samtakanna ‘78
4. Tilkynning til Ríkisskattstjóra
Stjórn skrifar undir tilkynningu um breytingu á stjórn/prókúru til Ríkisskattstjóra.
5. Fundir stjórnar
Ákveðið að funda á þriggja vikna fresti. Nákvæmur tími ákveðinn á Slack. Stefnt á mánaðarlega vinnufundi með félagaráði.
Fundi slitið: 17:24