Skip to main content
FundargerðirStjórn

1. Stjórnarfundur 2024

By 16. mars, 2024apríl 16th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 10:03

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórn skiptir með sér hlutverkum sem hér segir:
Kristmundur, varaformaður
Vera, ritari
Jóhannes, gjaldkeri
Hannes, meðstjórnandi
Hrönn, meðstjórnandi
Sveinn, meðstjórnandi

2. Nýr framkvæmdastjóri

Ráða þarf nýjan framkvæmdastjóra Samtakanna ’78 í stað Daníels. Álfur, fyrrverandi formaður, og Jóhannes gerðu drög að starfsauglýsingu. Stjórn fer yfir auglýsinguna og ræðir. Stjórn ræðir hvort fá eigi utanaðkomandi aðila til aðstoðar við ráðningarferlið og þá hvernig.

3. Næsti fundur

Stjórn ákveður næsta stjórnarfund kl. 16:00 á næstkomandi þriðjudag.

4. Afmælisnefnd 2028

Skipa þarf nefnd um skipulagningu hálfrar aldar afmælisárs Samtakanna 2028 og upptaktinn að því. Bjarndís, Sveinn og Hannes ætla að funda um næstu skref og koma með hugmyndir til stjórnar um hvernig skipulag afmælisnefnda verður háttað.

5. Önnur mál

a. Stjórn ræðir fyrirkomulag vinnudagsins með starfsfólki.
b. Stjórn ræðir fyrirkomulag fundargerðaskrifa.

6. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð er lesin upp á fundi til samþykktar. Fundargerð er samþykkt.

Fundi slitið: 10:50