1. fundur stjórnar
Starfsárið 2025-2026
Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:32.
1. Stjórn skiptir með sér verkum
Stjórn skiptir með sér verkum sem hér segir:
Hrönn, varaformaður
Vera, ritari
Jóhannes, gjaldkeri
Hannes, meðstjórnandi
Sveinn, meðstjórnandi
Leifur, meðstjórnandi
2. Verklagsreglur stjórnar
Stjórn fer yfir ýmislegt verklag í tengslum við stjórnarfundi og -störf, samfélagsmiðla og annað. Samþykkt er að funda annan hvern miðvikudag klukkan 15:30.
3. Erindi frá félagsmanni
Stjórn fer yfir erindi sem formanni barst frá félagsmanni.
4. Ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk
Kári og Bjarndís hittu fulltrúa utanríkisráðherra varðandi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk, um ferðalög til Bandaríkjanna og víðar. Stjórn ræðir næstu skref um miðlun og öflun frekari upplýsinga um ferðalög hinsegin fólks og öryggi á ferðalögum.
5. Hinsegin Bandaríkjamenn á Íslandi
Fyrirspurn barst um hvað Samtökin ‘78 væru að gera til að þrýsta á stjórnvöld að beita sér í málefnum hinsegin Bandaríkjamanna. Stjórn ræðir. Ákveður er að formaður hafi samband við hinsegin Bandaríkjamenn um mögulegan fund og önnur næstu skref.
6. Stjórnarhelgi
Stjórn ræðir dagsetningu á vinnuhelgi stjórnar. Engin niðurstaða fæst í málið.
7. Önnur mál
Rætt er um lagabreytingar á liðnum aðalfundi og ýmislegt varðandi framkvæmd fundarins.
Fundi slitið: 16:48.