Skip to main content
search
FundargerðirHagsmunaráðTrúnaðarráð

1. Trúnaðar- og hagsmunaráð

By 10. mars, 2019apríl 29th, 2020No Comments

1. fundur trúnaðarráðs

10. mars 2019

Suðurgötu 3

Fundargerð ritar: Daníel E. Arnarsson

Þorbjörg Þorvaldsdóttir setur fund kl. 18.07

Mætt eru: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sigtýr Ægir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel, Þorbjörg Bergmann (Ásar á Íslandi), Bjarndís Helga Tómasdóttir, Særós Rannveig, Daníel E. Arnarsson, Anna Eir Guðfinnudóttir, Agnes Jónasdóttir og Edda Sigurðardóttir.

1. Lög Samtakanna og hlutverk trúnaðarráðs og hagsmunaráðs

Þorbjörg Þorvaldsdóttir fer yfir lög Samtakanna og það sem viðkemur trúnaðar- og hagsmunaráði

2. Kjör formanns trúnaðarráðs

Elísabet Rakel (Ellý) býður sig fram til formanns trúnaðarráðs og er sjálfkjörin í embætti þar sem engin mótframboð berast.

Ellý tekur við stjórn fundarins

3. Skipað í laust sæti sæti í stjórn Samtakanna ‘78

Bjarndís Helga Tómadsdóttir býður sig fram í laust sæti í stjórn Samtakanna ’78. Engin mótframboð berast og er Bjarndís því sjálfkjörin í stjórn Samtakanna ’78.

4. Kjör varaformanns

Sigtýr Ægir býður sig fram sem varaformann trúnaðarráðs. Engin mótframboð berast og er Sigtýr sjálfkjörinn í embætti varaformann trúnaðarráðs.

5. Kjör áheyrnarfulltrúa í stjórn

Edda Sigurðardóttir býður sig fram sem áheyrnarfulltrúa í stjórn. Engin mótframboð berast og er Edda sjálfkjörin í embættið.

6. Kjör varamanns áheyrnarfulltrúa í stjórn

Anna Eir Guðfinnudóttir býður sig fram sem varamann áheyrnarfulltrúa í stjórn. Engin mótframboð berast og er Anna sjálfkjörin í embættið.

7. Verklagsreglur trúnaðar- og hagsmunaráðs

Verklagsreglur trúnaðar- og hagsmunaráðs eru eftirfarandi:

Formaður trúnaðar- og hagsmunaráð mun boða fundi inni á lokuðum hópi á facebook.

Þegar boðað er til fundar skal búa til sérstakan viðburð inni á hópnum.

Fyrirvari til að boða fundi trúnaðar- og hagsmunaráðs eru tíu dagar.

Ávallt skal fylgja siðareglum Samtakanna ’78.

Fundi slitið 18.42.

Leave a Reply